Sjónskertir ósáttir við arkitektatyppin og auglýsingaskiltin BBI skrifar 22. ágúst 2012 12:08 Skýrsluhöfundarnir heita Snædís Rán Hjartardóttir, Helga Dögg Heimisdóttir og Áslaug Ýr Hjartardóttir. Þrjár sjónskertar stúlkur eyddu sumrinu í að taka út aðgengismál fatlaðra og blindra að Laugaveginum í Reykjavík. Í nýlegri skýrslu sem stúlkurnar birtu fyrir hönd Blindrafélagsins kemur fram að þrjú atriði hafi truflað stúlkurnar mest á ferðum sínum niður Laugaveginn, það voru auglýsingaskilti sem stóðu á miðjum gangstéttum, þröskuldar og tröppur inn í verslanir og veitingastaði og litlir staurar sem standa víða upp úr gangstéttinni á Laugaveginum.Sumargatan Stúlkurnar voru sérlega ánægðar með þann hluta Laugavegsins sem lokaður var fyrir bílaumferð í sumar. „Það skapar meira pláss fyrir fatlað fólk og almenna borgara til að komast leiðar sinnar og mun afslappaðra er að ganga þegar ekki þarf að passa sig á bílum," segja þær í skýrslunni.Mynd úr skýrslunni.Stúlkurnar vilja að auglýsingaskiltin séu fjarlægð af gangstéttum við götuna. Þær telja að skiltin séu ekki lögleg, enda stangist þau við ákvæði í reglugerð frá árinu 1997. „Það er auðvelt fyrir blint og sjónskert fólk að hrasa um þau," segja þær í skýrslunni.Umferðarljós og tröppur Hljóðmerki á umferðarljósum voru annað hvort ekki til staðar eða hljóðið of lágt stillt í mörgum tilvikum. Í þeim tilvikum eiga sjónskertir erfitt með að fara yfir götur án hjálpar. Stúlkurnar vilja að hljóðmerkin séu hækkuð. Stúlkurnar ráku sig oft á tröppur sem lágu upp á veitingastaði eða búðir. „Tröppur hindra fólk með sérþarfir, svo sem hjólastóla og göngugrindur, og geta reynst blindum og sjónskertum hættulegar," segir í skýrslunni. Þær leggja til að settir verði rampar eða lyftur eða gangstéttin sjálf hækkuð svo hjólastólar komist inn.Mynd úr skýrslunniArkitektatyppin Við Laugaveginn eru margar útgáfur af stólpum sem stúlkurnar kalla „arkitektatyppi". Þessi typpi eru hættuleg blindu og sjónskertu fólki. Stúlkurnar vilja að typpin séu lituð í skærum litum og að samræmi verði á milli þeirra, þ.e. þau séu ekki misjafnlega stór og sver. Úttektin var unnin þannig að farið var í fjórar vettvangsferðir og aðgengi kannað frá Hlemmi niður á Ingólfstorg. Gengið var báðum megin á gangstéttinni. „Það er von okkar að þessi skýrsla verði til þess að Reykjavíkurborg, verslunareigendur og aðrir hlutaðeigandi aðilar taki höndum saman og bæti aðgengi þannig að allir komist leiða sinna í miðborg Reykjavíkur án teljandi vandræða," segir í inngangi skýrslunnar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þrjár sjónskertar stúlkur eyddu sumrinu í að taka út aðgengismál fatlaðra og blindra að Laugaveginum í Reykjavík. Í nýlegri skýrslu sem stúlkurnar birtu fyrir hönd Blindrafélagsins kemur fram að þrjú atriði hafi truflað stúlkurnar mest á ferðum sínum niður Laugaveginn, það voru auglýsingaskilti sem stóðu á miðjum gangstéttum, þröskuldar og tröppur inn í verslanir og veitingastaði og litlir staurar sem standa víða upp úr gangstéttinni á Laugaveginum.Sumargatan Stúlkurnar voru sérlega ánægðar með þann hluta Laugavegsins sem lokaður var fyrir bílaumferð í sumar. „Það skapar meira pláss fyrir fatlað fólk og almenna borgara til að komast leiðar sinnar og mun afslappaðra er að ganga þegar ekki þarf að passa sig á bílum," segja þær í skýrslunni.Mynd úr skýrslunni.Stúlkurnar vilja að auglýsingaskiltin séu fjarlægð af gangstéttum við götuna. Þær telja að skiltin séu ekki lögleg, enda stangist þau við ákvæði í reglugerð frá árinu 1997. „Það er auðvelt fyrir blint og sjónskert fólk að hrasa um þau," segja þær í skýrslunni.Umferðarljós og tröppur Hljóðmerki á umferðarljósum voru annað hvort ekki til staðar eða hljóðið of lágt stillt í mörgum tilvikum. Í þeim tilvikum eiga sjónskertir erfitt með að fara yfir götur án hjálpar. Stúlkurnar vilja að hljóðmerkin séu hækkuð. Stúlkurnar ráku sig oft á tröppur sem lágu upp á veitingastaði eða búðir. „Tröppur hindra fólk með sérþarfir, svo sem hjólastóla og göngugrindur, og geta reynst blindum og sjónskertum hættulegar," segir í skýrslunni. Þær leggja til að settir verði rampar eða lyftur eða gangstéttin sjálf hækkuð svo hjólastólar komist inn.Mynd úr skýrslunniArkitektatyppin Við Laugaveginn eru margar útgáfur af stólpum sem stúlkurnar kalla „arkitektatyppi". Þessi typpi eru hættuleg blindu og sjónskertu fólki. Stúlkurnar vilja að typpin séu lituð í skærum litum og að samræmi verði á milli þeirra, þ.e. þau séu ekki misjafnlega stór og sver. Úttektin var unnin þannig að farið var í fjórar vettvangsferðir og aðgengi kannað frá Hlemmi niður á Ingólfstorg. Gengið var báðum megin á gangstéttinni. „Það er von okkar að þessi skýrsla verði til þess að Reykjavíkurborg, verslunareigendur og aðrir hlutaðeigandi aðilar taki höndum saman og bæti aðgengi þannig að allir komist leiða sinna í miðborg Reykjavíkur án teljandi vandræða," segir í inngangi skýrslunnar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira