Innlent

Kýldi annan á Ráðhústorginu

Frá flugeldasýningunni í gærkvöldi
Frá flugeldasýningunni í gærkvöldi mynd/egill
Karlmaður gisti fangageymslu á Akureyri í nótt eftir að hafa ráðist á annan mann á Ráðuhústorgi bæjarins rétt fyrir miðnætti. Sá sem varð fyrir árásinni er ekki alvarlega slasaður en tekin verður skýrsla af árásarmanninum í dag. Nokkur erill var hjá lögreglu, mikið um hávaða og ölvunarútköll en engin alvarleg mál sem komu upp. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og þá fylgdust lögreglumenn með opnunartíma skemmtistaða bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×