Fótbolti

Evrópuboltinn: Misjafnt gengi Íslendingaliðanna

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmar Örn Eyjólfsson voru allir í eldlínunni með sínum liðum í kvöld og tvö þeirra unnu sigur.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leikinn fyrir IFK Göteborg sem vann útisigur á Malmö, 1-2. Hjálmar Jónsson spilaði í uppbótartíma fyrir Göteborg. Göteborg er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta hálftímann fyrir AZ Alkmaar sem valtaði yfir Veendam, 4-1, í hollensku bikarkeppninni.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Bochum sem tapaði á heimavelli gegn Köln, 1-2, í þýsku B-deildinni. Bochum siglir lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×