Fótbolti

Grétar Rafn og félagar með fyrsta sigurinn undir stjórn Prosinecki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í landsleik á móti Sviss á dögunum.
Grétar Rafn Steinsson í landsleik á móti Sviss á dögunum. Mynd/AFP
Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Kayserispor unnu í dag sinn fyrsta deildarsigur síðan að Króatinn Robert Prosinecki tók við liðinu af Shota Arveladze. Kayserispor vann þá 3-0 heimasigur á Karabükspor.

Grétar Rafn lék fyrstu 66 mínúturnar í leiknum en hann fór útaf í stöðunni 1-0. Brasilíumaðurinn Bobó skoraði tvö síðustu mörk leiksins á 67. og 87. mínútu en Sefa

Yilmaz hafði komið liðinu í 1-0 á 9. mínútu.

Kayserispor-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir stjórn Prosinecki og tókst ekki að skora í hvorugum leiknum. Liðið tapaði 1-0 á móti Belediyespor og 3-0 á móti Galatasaray.

Robert Prosinecki er einn af bestu leikmönnum Króata frá upphafi en hann spilaði 49 landsleiki fyrir Krótaíu frá 1994 til 2002 og hafði áður spilað með Júgóslavíu á HM á Ítalíu. Prosinecki spilaði bæði fyrir Real Madrid og Barcelona á sínum ferli en hann lagði skóna á hilluna 2004 og hafði stýrt Rauðu Stjörnunni frá Belgrad áður en hann kom til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×