Jöfnunarmarkið var af glæsilegri gerðinni. Guðlaugur Victor fékk boltann fyrir utan teig, lék á einn varnarmann og inn í teiginn þar sem hann lét vaða og boltinn sigldi upp í fjærhornið algjörlega óverjandi fyrir markvörð PSV.
PSV er ennþá í efsta sæti deildarinnar en NEC er þrettán stigum neðar í sjöunda sætinu.
Það er hægt að sjá þetta frábæra mark Guðlaugs Victors hér fyrir neðan.