Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2012 19:15 Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld. Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld.
Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira