Enski boltinn

Liverpool biður Adeyemi afsökunar

Adeyemi ósáttur í leiknum.
Adeyemi ósáttur í leiknum.
Liverpool hefur beðið Tom Adeyemi, leikmann Oldham, opinberlega afsökunar vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leik liðanna á föstudag. Einhverjir þeirra voru með kynþáttaníð í garð leikmannsins.

Þegar er búið að handtaka tvítugan mann vegna málsins.

"Leikmenn Liverpool og félagið biður Adeyemi afsökunar. Stuðningsmenn okkar eru heimsfrægir fyrir sinn einstaka stuðning og hegðun ákveðinna einstaklinga gefur ekki rétta mynd af okkar fólki," segir í yfirlýsingu Liverpool.

Félagið ítrekar einnig að það líði ekki slíka hegðun og muni gera allt til þess að uppræta kynþáttafordóma á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×