Fótbolti

Zlatan er sannur leiðtogi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Erik Hamren, þjálfari sænska landsliðsins, segir að Zlatan Ibrahimovic hafi átt stóran þátt í magnaðri endurkomu liðsins gegn Þýskalandi á þriðjudaginn.

Þjóðverjar náðu 4-0 forystu í leiknum en Svíar náðu á endanum 4-4 jafntefli. Zlatan skoraði eitt þessara marka en Hamren segir að hann hafi meira af mörkum en það.

„Hann hélt mjög góða ræðu í hálfleik og sýndi mér af hverju hann er fyriliði þessa liðs," sagði Hamren.

„Hann sýndi hversu sterka skapgerð hann hefur og þegar við settum meiri kraft í sóknarleikinn kom í ljós hversu góður hann er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×