Gunnleifur: Vona að HK-ingar skilji ákvörðun mína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2012 14:48 Mynd/Anton Hinn 37 ára Gunnleifur Gunnleifsson gerði í dag þriggja ára samning við Breiðablik en hann ætlar sér að ná langt með liðinu á næstu árum. „Ég er spenntur og virkilega stoltur af þeim áhuga sem mér var sýndur og þeirri vinnu sem Breiðablik lagði í að fá mig," sagði Gunnleifur í samtali við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag. Gunnleifur hafnaði samningstilboði frá FH þar sem hann hefur verið síðustu þrjú tímabilin. Hann segir að þá fyrst hafi Breiðablik komið til sögunnar. „FH var fyrsti kostur hjá mér þegar að samningamál fóru í gang hjá mér eftir tímabilið. Ég vildi fá langtímasamningu og taldi að eins árs samningur væri ekki fýsilegur kostur fyrir mig og mína. Það var það sem FH bauð." „Viðræðurnar strönduðu á því og ég ákvað að segja skilið við FH. Þá kom Breiðablik til sögunnar og ákvað að bjóða mér þriggja ára samning. Ég var ánægður með það enda finnst mér að ég eigi mörg ár eftir í hæsta klassa hér á Íslandi." Hann vildi koma fram þökkum til FH fyrir sinn tíma þar en Gunnleifur var fyrirliði liðsins og lyfti Íslandsmeistarabikarnum nú í lok tímabilsins. „Minn tími hjá FH var yndislegur og þar eignaðist ég marga góða vini. Þetta er frábært félag sem reyndist mér og minni fjölskyldu vel." Gunnleifur er uppalinn HK-ingur og lék með lengi með liðinu áður en hann fór yfir til FH. Hann segir engu að síður ekki erfitt að skipta yfir í græna búninginn. „Hjá mér snýst lífið um fjölskylduna mína. Ég taldi það best fyrir mig og mína að taka tilboði Breiðabliks og starfa hjá félagi þar sem umhverið er gott og metnaðurinn mikill. Það breytir því þó ekki að mér þykir alltaf jafn vænt um HK." segir Gunnleifur sem lét húðflúra merki HK á sig á sínum tíma. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi haf HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Hinn 37 ára Gunnleifur Gunnleifsson gerði í dag þriggja ára samning við Breiðablik en hann ætlar sér að ná langt með liðinu á næstu árum. „Ég er spenntur og virkilega stoltur af þeim áhuga sem mér var sýndur og þeirri vinnu sem Breiðablik lagði í að fá mig," sagði Gunnleifur í samtali við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag. Gunnleifur hafnaði samningstilboði frá FH þar sem hann hefur verið síðustu þrjú tímabilin. Hann segir að þá fyrst hafi Breiðablik komið til sögunnar. „FH var fyrsti kostur hjá mér þegar að samningamál fóru í gang hjá mér eftir tímabilið. Ég vildi fá langtímasamningu og taldi að eins árs samningur væri ekki fýsilegur kostur fyrir mig og mína. Það var það sem FH bauð." „Viðræðurnar strönduðu á því og ég ákvað að segja skilið við FH. Þá kom Breiðablik til sögunnar og ákvað að bjóða mér þriggja ára samning. Ég var ánægður með það enda finnst mér að ég eigi mörg ár eftir í hæsta klassa hér á Íslandi." Hann vildi koma fram þökkum til FH fyrir sinn tíma þar en Gunnleifur var fyrirliði liðsins og lyfti Íslandsmeistarabikarnum nú í lok tímabilsins. „Minn tími hjá FH var yndislegur og þar eignaðist ég marga góða vini. Þetta er frábært félag sem reyndist mér og minni fjölskyldu vel." Gunnleifur er uppalinn HK-ingur og lék með lengi með liðinu áður en hann fór yfir til FH. Hann segir engu að síður ekki erfitt að skipta yfir í græna búninginn. „Hjá mér snýst lífið um fjölskylduna mína. Ég taldi það best fyrir mig og mína að taka tilboði Breiðabliks og starfa hjá félagi þar sem umhverið er gott og metnaðurinn mikill. Það breytir því þó ekki að mér þykir alltaf jafn vænt um HK." segir Gunnleifur sem lét húðflúra merki HK á sig á sínum tíma. „Ég neita því ekki að ég sé mikill HK-ingur enda mæti ég á alla leiki með HK sem ég get. Vonandi haf HK-ingar skilning á þessari ákvörðun minni enda tók ég hana með hagsmuni mína og fjölkyldu minnar í huga."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira