Fótbolti

Falcao með þrennu í sigri Madrídinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Falcao fagnar einu marka sinna í kvöld.
Falcao fagnar einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Atletico Madrid vann sannfærandi 4-0 sigur á Athletic Bilbao í lokaleik annarrar umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Radamel Falcao skoraði fyrstu þrjú mörk Atletico í leiknum, þar af fyrstu tvö í fyrri hálfleik. Þriðja markið kom úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Tigao kom svo inn á sem varamaður fyrir Falcao á 81. mínútu og skoraði svo sjálfur fjórða mark Atletico þremur mínútum síðar.

Atletico er í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig en Athletic er í neðsta sæti deildarinar, án stiga og með markatöluna 0-6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×