Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2012 18:45 Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira