Það fór varla framhjá neinum að í gær að á dagatalinu var, 12.12.12. Sebastian Giovinco, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gerði daginn enn eftirminnilegri með skemmtilegum talnaleik þegar Juventus mætti Cagliari í síðari viðureign þeirra í ítölsku bikarkeppninni.
Giovinco skoraði eina mark leiksins sem jafnframt var 12. mark hans á leiktíðinni, að sjálfsögðu skoraði hann markið á 12. mínútu og til að gera söguna enn skemmtilegri þá leikur Giovinco í keppnistreyju með númerið 12 á bakinu.
