Fótbolti

Edda: Enginn vill fá Þýskaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dregið verður í riðla fyrir EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Ísland verður vitanlega með í pottinum en drátturinn hefst klukkan 17.30 í dag.

Edda Garðarsdóttir verður fulltrúi íslensku leikmannanna í Gautaborg í dag en hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA þegar dregið verður.

Edda segir í viðtali á heimasíðu UEFA að hún vilji helst forðast að dragast í riðil með Þýskalandi.

„Það vill enginn fá þýsku vélina! Við mættum þeim í erfiðum í leik árið 2009 og pökkuðum í vörn. Þetta var algjört stríð. Ef við lendum aftur í riðli með þeim nú munum við án nokkurs vafa spila betri knattspyrnu gegn þeim og ekki láta ríka hefð þeirra og hæfileika ógna okkur," sagði Edda.

„Við höfum líka mætt Frökkum nokkrum sinnum og við getum unnið þá á góðum degi. Þjálfarinn og starfsliðið hans leggja mikla áherslu á að leikgreina andstæðinginn og undirbúa okkur eins vel og hægt er."

„Það skiptir engu máli hvaða lið við fáum með okkur í riðil. Við viljum bara klára þetta og byrja að undirbúa okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×