Fótbolti

Guðmundur búinn að semja við Sarpsborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Guðmundur Þórarinsson er formlega genginn í raðir norska liðsins Sarpsborg 08 en félagið staðfesti á heimasíðu sinni í dag að hann hefði skrifað undir þriggja ára samning.

Guðmundur staðfesti í vikunni að samkomulagið væri frágengið og aðeins ætti eftir að skrifa undir.

Hann kemur til liðsins frá ÍBV en þar gegndi hann lykilhlutverki í sumar. Þess má geta að Guðmundur fékk hæstu einkunn allra leikmanna Pepsi-deildar karla fædda 1992 eða síðar hjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis.


Tengdar fréttir

Guðmundur á leið til Sarpsborg

ÍBV hefur samþykkt norska liðsins Sarpsborg 08 í miðjumanninn Guðmund Þórarinsson. Hann sjálfur hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×