"Borgin ákveður og okkur ber að hlýða" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2012 20:16 Laugavegur mynd/HAG Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum. Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum.
Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent