Enski boltinn

Redknapp: Við verðum í góðum málum undir lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images.
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, neitar að gefast upp og ætlar sér að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni eftir tímabilið.

Félagið tapaði illa, 3-0, fyrir Liverpool í gær og eru núna í neðsta sæti deildarinnar með tíu stig.

„Ég held ennþá að við verðum í fínum málum í lok tímabilsins," sagði Harry Redknapp eftir leikinn í gær.

„Við ætlum okkur að bæta við einum til tveimur leikmönnum í janúar, við erum með gott lið fyrir og þurfum ekki mikið að bæta við okkur."

„Verkefnið verður ekkert auðveldara með hverjum leiknum en við höfum trú á okkur og munum tryggja sæti okkar í deildinni."

„Við þurfum að fá ný andlit inn í hópinn í janúar og ef það tekst vel þá eigum við fínustu möguleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×