Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 17:35 Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn. Landsdómur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn.
Landsdómur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira