Rasistamálið í Smáralind: Það er enginn munur á okkur og öðrum - við tölum alveg íslensku 5. desember 2012 19:36 Hópur ungmenna lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í Smáralind í gærkvöldi þegar maður vatt sér að þeim og tók að ausa yfir þau svívirðingum. Þau settu atvikið á Facebook til að vekja athygli á fordómum. Ungmennin, sem eru flest af asísku bergi brotin voru saman komin í anddyri verslunarmiðstöðvarinnar þegar maðurinn vatt sér að þeim. „Ég var að koma að heiman, og ætlaði að hitta vini mína áður en ég færi á æfingu. Svo erum við þarna í ganginu og ætlum akkúrat að fara út. Þá kemur þessi maður inn og spyr: Talið þið íslensku?," segir Hajar Anbari, sem tók atvikið upp á símann sinn. Maðurinn fór því næst inn í Smáralindina og kom svo upp að þeim aftur og jós svívirðingum yfir þau. „Fyrst sagði enginn neitt, ég er ekki manneskja sem rífur kjaft við eldra fólk því ég ber virðingu fyrir þeim. En ég var ekki að taka þessu, hann vildi ekki láta okkur vera," Það var vinkona hennar Cassandra sem setti myndskeiðið á Facebook og Hajar segir að viðbrögðin við því hafi komið þeim verulega á óvart. „Það eru margir sem standa við bakið á okkur. Þetta sýnir hvernig fordómarnir koma til okkar "útlendingana" þótt að flestir okkar séu með ríkisborgararrétt, ég fæddist hér og Cassandra fæddist hér. Það er enginn munur á okkur, við tölum alveg íslensku." Viðtal við Hajar má sjá í heild seinni hér að ofan. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hópur ungmenna lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í Smáralind í gærkvöldi þegar maður vatt sér að þeim og tók að ausa yfir þau svívirðingum. Þau settu atvikið á Facebook til að vekja athygli á fordómum. Ungmennin, sem eru flest af asísku bergi brotin voru saman komin í anddyri verslunarmiðstöðvarinnar þegar maðurinn vatt sér að þeim. „Ég var að koma að heiman, og ætlaði að hitta vini mína áður en ég færi á æfingu. Svo erum við þarna í ganginu og ætlum akkúrat að fara út. Þá kemur þessi maður inn og spyr: Talið þið íslensku?," segir Hajar Anbari, sem tók atvikið upp á símann sinn. Maðurinn fór því næst inn í Smáralindina og kom svo upp að þeim aftur og jós svívirðingum yfir þau. „Fyrst sagði enginn neitt, ég er ekki manneskja sem rífur kjaft við eldra fólk því ég ber virðingu fyrir þeim. En ég var ekki að taka þessu, hann vildi ekki láta okkur vera," Það var vinkona hennar Cassandra sem setti myndskeiðið á Facebook og Hajar segir að viðbrögðin við því hafi komið þeim verulega á óvart. „Það eru margir sem standa við bakið á okkur. Þetta sýnir hvernig fordómarnir koma til okkar "útlendingana" þótt að flestir okkar séu með ríkisborgararrétt, ég fæddist hér og Cassandra fæddist hér. Það er enginn munur á okkur, við tölum alveg íslensku." Viðtal við Hajar má sjá í heild seinni hér að ofan.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira