Tónlist

White Signal sigurvegari

white signal Hljómsveitin sigraði í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2012.
white signal Hljómsveitin sigraði í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2012.
Sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2012 er hljómsveitin White Signal frá Reykjavík, annað árið í röð, nú með laginu Mín bernsku jól.

Lagið, sem hljómsveitin flytur ásamt Gradualekór Langholtskirkju og er eftir Guðrúnu Ólafsdóttur við texta Stefáns frá Hvítadal, hlaut flest atkvæði hjá hlustendum og starfsmönnum Rásar 2.

White Signal skipa fimm 15 til 17 ára tónlistarmenn. Í öðru sæti var lagið Hæ hó og gleðileg jól eftir Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egil Jónsson, í flutningi Einars. Í þriðja sæti var lag Hafsteins Reykjalín, Já, já, jólin koma, í flutningi Svanhildar Jakobsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×