Innlent

Dæmdur í 45 daga fangelsi

ÓKÁ skrifar
Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína.

Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, er skilorðsbundinn í þrjú ár og kemur til hegningarauka við fjögurra mánaða líkamsárásardóm sem Doninger hlaut í apríl í fyrra.

Árásirnar sem Doninger er nú dæmdur fyrir áttu sér stað 22. maí og 30. október í fyrra. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×