Innlent

Endalok Ragnars seld til Ítalíu

Um sex mánaða skeið málaði Ragnar svo til daglega nýja mynd af Páli Hauki á sundskýlunni.
Um sex mánaða skeið málaði Ragnar svo til daglega nýja mynd af Páli Hauki á sundskýlunni. Fréttablaðið/GVA
Ítalskur safnari hefur keypt verkið Endalokin eftir Ragnar Kjartansson myndlistarmann. Verkið samanstendur af 144 málverkum sem Ragnar málaði í samnefndum gjörningi á Feneyjatvíæringnum 2009.

Öll málverkin sýna fyrirsætuna, Pál Hauk Björnsson, reykjandi og drekkandi bjór á sundskýlunni einni fata og tákna að sögn listamannsins endalok karlmennskunnar.

Málverkin voru fyrst sýnd opinberlega í Hafnarborg í ársbyrjun 2010 en það var á kaupstefnu í Sviss í júní síðastliðnum sem verkið vakti athygli ítalska safnarans Patriziu Sandretto Re Rebaudengo sem festi á því kaup.

Uppsett verð fyrir myndirnar var 250 þúsund dollarar eða um 30 milljónir króna. Börkur Arnarsson, eigandi I8 gallerís sem annaðist söluna, vill ekki staðfesta endanlegt kaupverð. „En taki maður Ólaf Elíasson út úr jöfnunni má segja að það sé eitt það hæsta sem fengist hafi fyrir íslenskt listaverk.“

Kaupandinn er einkasafnari en heldur úti safni sem er opið almenningi í nafni listasjóðsins Fondazione Sandretto Re Rebaudengo Tórínó og verður verk Ragnars til sýnis þar í október.

„Það er gaman að verkið skuli hafa endað á Ítalíu þar sem það varð til en hefur aldrei verið sýnt,“ segir Börkur.

- bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×