FC Kaupmannahöfn gerði markalaust jafntefli við Stuttgart í kvöld og er fyrir vikið áfram í 2. sæti riðils síns í Evrópudeildinni.
Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir FCK og Rúrik Gíslason fyrstu 80 mínúturnar. Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á bekknum.
FCK hefur náð 4 stigum út úr fyrstu þremur leikjum sínum en Stuttgart er á botni riðilsins með tvö stig. Steaua Bucuresti vann Molde í kvöld og er komið með þriggja stiga forskot á toppnum.
