Enski boltinn

Rooney: Munaði litlu að slagæð hefði farið í sundur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney segir að meiðslin sem hann varð fyrir í leik Manchester United gegn Fulham fyrir tveimur vikum síðan hefðu getað orðið mun verri en raunin varð.

Rooney fékk slæman skurð í lærið eftir að hafa fengið takka undan skó Hugo Rodallega á bólakaf. Hann þarf alls tvo mánuði eða svo til að jafna sig.

Rooney sagði þó við enska fjölmiðla að litlu mátti muna að verr hefði farið. „Mér skilst að það hefði munað aðeins einum millimetra frá því að slagæð hefði verið skorin í sundur. Þá fyrst hefði ég verið í alvarlegum vandræðum."

Hann segir að snör viðbrögð lækna hefðu bjargað því sem hægt var að bjarga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×