Enski boltinn

Crouch: Ég og Owen eigum enn erindi í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Peter Crouch segist spenntur fyrir þeirri tilhugsun að fá að spila með Michael Owen hjá Stoke. Hann segir að þeir eigi báðir enn erindi í enska landsliðið.

Crouch komst ekki í landsliðið fyrir EM í sumar en hefur engu að síður enn metnað fyrir að spila með landsliðinu á nýjan leik.

Owen var án félags í allt sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út en gekk nýlega í raðir Stoke.

„Ef Michael verður heill heilsu þá mun hann skora. Ef hann nær að spila og skora reglulega í ensku úrvalsdeildinni sé ég enga ástæðu þess að hann geti ekki komist í enska landsliðið á ný," sagði Crouch við enska fjölmiðla.

„Framtíðin er björt hjá Stoke enda komu nokkrir góðir leikmenn til félagsins í sumar. Mér finnst að við eigum að koma til greina ef við stöndum okkur vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×