Innlent

Guðgeir í fjórtán ára fangelsi

VG og JHH skrifar
Guðgeir Guðmundsson við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Guðgeir Guðmundsson við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu, þar sem Guðgeir er sakaður um tilraun til manndráps, kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. Í líkama meðalmanns eru um 4,5 lítrar af blóði og því liggur fyrir að Skúli hefur þurft að þiggja tugi lítra af blóði eftir árásina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×