Innlent

Inga Lind segir marga vera með fordóma fyrir of feitu fólki

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.
„Sykurinn er allstaðar, það kom mér mest á óvart," segir Inga Lind Karlsdóttir í viðtali við Reykjavík síðdegis, en hún vann heimildarþætti um mataræði og offituvandamál á Íslandi en þættirnir, sem heita Stóra þjóðin, eru sýndir á Stöð 2. Þar varð hún margs vísari, meðal annars um eigin fordóma.

Síðasti þátturinn fjallaði mikið um sykur en meðal annars fékk Inga Lind sérfræðing til þess að koma mér sér í matvörubúðir og lesa á pakkningar. Niðurstaðan var sláandi að sögn Ingu Lindar, „Það kom næstum á óvart að finna vöru sem inniheldur ekki sykur," sagði Inga Lind.

Spurð hvort hún telji sykur vera fíkniefni, treysti hún sér ekki til þess að fella dóma um það. Hún benti aftur á móti á að átfíklar tækjust á við vandamálið með sama hætti og alkahólistar og aðrir fíklar - með tólf spora kerfinu.

Hún segir einnig mikla fordóma gagnvart feitu fólki, bæði hér á landi sem og annarstaðar. Sjálf segist hún hafa upplifað fordóma gagnvart of þungu fólki í upphafi. Inga Lind segir fordómana eiga það sameiginlegt með öllum öðrum fordómum að þeir byggjast fyrst og fremst á þekkingarleysi.

Hægt er að hlusta á viðtali við Ingu Lind í Reykjavík síðdegis í dag. Og þess má geta að þáttur Ingu Lindar verður endursýndur á Stöð 2 extra í kvöld klukkan 21:45. Næsti þáttur verður svo sýndur á Stöð 2 næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×