Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig.
Tilþrifin eru flott og tæknin fullkomin. Það eina sem ekki er hægt að kenna Messi er að vera hávaxinn en hann er ekki nema um 1.70 m á hæð. Sem dugir víst ekki í þessa stöðu á vellinum en framar á vellinum er Messi sá stærsti – ef ekki sá stærsti allra tíma.
