Gomez með fernu í stórsigri Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger. Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira