Lampard og Di Matteo hæla Hazard Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. ágúst 2012 15:00 Hazard var alltaf skrefi á undan leikmönnum Wigan. NORDIC PHOTOS / AFP Frank Lampard og Roberto Di Matteo hældu Eden Hazard í viðtölum eftir 2-0 sigur Chelsea á Wigan í dag en Roberto Martinez þjálfari Wigan sagði að lið hans hafa tapað leiknum þar sem leikmenn virtust ekki tilbúnir í byrjun leiksins. „Hann sýndi á köflum hvað býr í honum á undirbúningstímabilinu. Það er frábært að vera með leikmann eins og hann í liðinu,“ sagði Frank Lampard um Eden Hazard eftir 2-0 sigurinn á Wigan í dag. Lampard skoraði seinna mark Chelsea úr vítaspyrnu eftir að Hazard var felldur í teignum en Hazard lagði einnig upp fyrra mark Chelsea í leiknum. „Það var mjög gott að skora tvö mörk strax í byrjun leiks og við stjórnuðum leiknum vel. Eden Hazard sýndi úr hverju hann er gerður í dag. Það var unun að horfa á hann spila,“ sagði Roberto Di Matteo þjálfari Chelsea. Roberto Martinez þjálfari Wigan var einnig ánægður með sitt lið fyrir utan byrjun leiksins augljóslega. „Við vorum slakir í byrjun. Það vantaði alla ákefð í leikmenn og við byrjuðum leikinn eins og hann væri liður í undirbúningstímabilinu og ef maður gerir það í þessari deild þá er manni refsað grimmilega. Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig við brugðumst við. Þetta var mikil prófraun, ekki bara á tæknilega getu okkar liðs heldur einnig karakterinn sem við sýndum svo vel,“ sagði Martinez. Victor Moses leikmaður Wigan hefur verið orðaður við Chelsea í sumar og vildi Martinez að leikmannaglugginn myndi loka fyrir fyrstu umferð tímabilsins. „Tilboð Chelsea var ekki takt við okkar verðmat á leikmanninum. Þetta er slæmt fyrir leikmanninn og okkur. Leikmannaglugginn ætti ekki að vera opinn á meðan tímabilið er í gangi. Öll lið finna fyrir þessu. Þetta er ekki gott fyrir stuðningsmennina eða leikmenn liðanna. Leikmenn eru mannlegir og við ættum að huga betur að mannlegu hliðinni í fótbolta,“ sagði Martinez að lokum. Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Frank Lampard og Roberto Di Matteo hældu Eden Hazard í viðtölum eftir 2-0 sigur Chelsea á Wigan í dag en Roberto Martinez þjálfari Wigan sagði að lið hans hafa tapað leiknum þar sem leikmenn virtust ekki tilbúnir í byrjun leiksins. „Hann sýndi á köflum hvað býr í honum á undirbúningstímabilinu. Það er frábært að vera með leikmann eins og hann í liðinu,“ sagði Frank Lampard um Eden Hazard eftir 2-0 sigurinn á Wigan í dag. Lampard skoraði seinna mark Chelsea úr vítaspyrnu eftir að Hazard var felldur í teignum en Hazard lagði einnig upp fyrra mark Chelsea í leiknum. „Það var mjög gott að skora tvö mörk strax í byrjun leiks og við stjórnuðum leiknum vel. Eden Hazard sýndi úr hverju hann er gerður í dag. Það var unun að horfa á hann spila,“ sagði Roberto Di Matteo þjálfari Chelsea. Roberto Martinez þjálfari Wigan var einnig ánægður með sitt lið fyrir utan byrjun leiksins augljóslega. „Við vorum slakir í byrjun. Það vantaði alla ákefð í leikmenn og við byrjuðum leikinn eins og hann væri liður í undirbúningstímabilinu og ef maður gerir það í þessari deild þá er manni refsað grimmilega. Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig við brugðumst við. Þetta var mikil prófraun, ekki bara á tæknilega getu okkar liðs heldur einnig karakterinn sem við sýndum svo vel,“ sagði Martinez. Victor Moses leikmaður Wigan hefur verið orðaður við Chelsea í sumar og vildi Martinez að leikmannaglugginn myndi loka fyrir fyrstu umferð tímabilsins. „Tilboð Chelsea var ekki takt við okkar verðmat á leikmanninum. Þetta er slæmt fyrir leikmanninn og okkur. Leikmannaglugginn ætti ekki að vera opinn á meðan tímabilið er í gangi. Öll lið finna fyrir þessu. Þetta er ekki gott fyrir stuðningsmennina eða leikmenn liðanna. Leikmenn eru mannlegir og við ættum að huga betur að mannlegu hliðinni í fótbolta,“ sagði Martinez að lokum.
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira