Gareth Barry, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester City, hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi orðbragð í garð dómara eftir að 3-2 tap liðsins gegn Manchester United s.l. sunnudag. Enski landsliðsmaðurinn lét aðstoðardómara leiksins heyra það á meðan hann yfirgaf leikvöllinn á leið sinni til búningsherbergja Man City.
Í fyrstu var talið að Barry hafi lent í rifrildi við Roberto Mancini knattspyrnustjóra liðsins en Mancini hefur staðfest að leikmaðurinn hafi beint orðum sínum að dómurunum. Barry var ekki sáttur við aukaspyrnudóminn sem varð til þess að Man Utd skoraði sigurmarkið – en þar var að verki Robin van Persie.
Hinn 31 árs gamli Barry gæti átt yfir höfði sér leikbann en hann hefur frest fram til fimmtudags til þess að svara ákæru enska knattspyrnusambandsins.
