Portúgalinn Cristiano Ronaldo var enn einu sinni hetja Real Madrid sem vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í Rayo Vallecano í dag.
Ronaldo skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Litla liðið í Madrid gerði sitt til að stríða risunum en tókst ekki að jafna metin.
Real Madrid er komið með þrettán stiga forskot á Barcelona sem sækir Atletico Madrid heim í kvöld. Allt útlit er fyrir að liðið heimti Spánarmeistaratitilinn úr höndum Barcelona í vor.

