Innlent

Jón Bjarnason: Hvers vegna þessi feluleikur?

BBI skrifar
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason Mynd/Stefán Karlsson
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, blandar sér í umræðuna um Huang Nubo og Grímsstaði á fjöllum á bloggi sínu í dag. Hann segist enn styðja ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja kínverjanum um undanþágu til kaupa á Grímsstaðajörðinni.

Jón er ekki hrifinn af því að félag Huang Nubo, Zongkung Europe ehf., hafi fengið undanþágu til að stofna félag hér á landi utan um áform sín á Íslandi. Samkvæmt lögum þarf minnst helmingur stjórnarmanna félags að vera búsettur á Íslandi. Undanþágan var veitt og þess sérstaklega getið að framkvæmdastjóri félagsins væri Íslenskur. Þetta finnst Jóni ekki rök upp á marga fiska.

Honum finnst líka óþægilegt að málið hafi verið afgreitt án þess að greina frá því í fjölmiðlayfirliti ríkisstjórnarfunda. „Hvers vegna þessi feluleikur?" spyr Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×