Enski boltinn

Jose Enrique meiddist illa gegn QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Enrique í leiknum gegn QPR
Jose Enrique í leiknum gegn QPR Mynd. / Getty Images
Jose Enrique, leikmaður Liverpool, meiddist nokkuð illa í leik gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann varð að yfirgefa völlinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Enrique meiddist í aftanverðu læri og spurning hvað leikmaðurinn verði lengi frá. Liverpool vann leikinn 3-0.

„Þetta lítur illa út, hann hefur líklega slitið vöðva og þau meiðsli eru erfið," sagði Colin Pascoe, aðstoðarþjálfari Liverpool, eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×