Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" 22. desember 2012 10:29 Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. „Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður. Miklar undirtektir með málflutningi mínum um fjármálakreppuna og stuðningur við hugmyndir mínar að lausnum hennar varð hins vegar til þess að ég bauð fram krafta mína í síðustu alþingskosningum. Ég er afar þakklát fyrir tækifærið sem kjósendur gáfu mér með kjöri mínu til að móta umræðuna og leggja fram lausnir á efnahagsvandanum sem tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands," segir Lilja. „Því ber ekki að leyna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og faglegum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir samstöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi." Þá segist hún að síðastliði haust hafi hún ákveðið að gefa þjóðinni áframhaldandi tækifæri til að styðja mig til setu á Alþingi en sá stuðningur sem hún þurfti kom ekki og því hafi hún ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri „Ég mun því að afloknum alþingiskosningum snúa mér aftur að sérfræðistörfum innan eða utan háskólageirans. Á þeim vettvangi mun fagþekking mín nýtast betur en í umhverfi þar sem tillögur fá ekki faglega eða efnislega meðferð ógni þær á einhvern hátt flokkspólitískum hagsmunum. Ég þakka kjósendum mínum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar fyrir ómetanlegan stuðning við málflutning minn og störf mín á Alþingi fram til þessa. Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins. Aðeins samstaða þjóðarinnar um grundvallarbreytingar er þess megnug að brjóta á bak aftur hagsmunakerfið sem leiddi til hrunsins og kom í veg fyrir réttláta skiptingu byrða fjármálakreppunnar.," segir Lilja.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira