Enski boltinn

Phil Neville í góðra manna hópi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Phil Neville spilaði í gær sinn 500. leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Everton vann heimasigur á Wigan 2-1.

Neville fékk klassískar viðtökur hjá stuðningsmönnum Wigan sem sungu: „Þú ert bara verri útgáfan af Gary Neville". Phil þakkaði fyrir sig og lagði upp annað mark Everton í góðum sigri. Neville lék 263 leiki fyrir Manchester United í deildinni og hefur spilað 237 fyrir Everton.

Aðeins sjö leikmenn hafa náð þeim áfanga að spila yfir 500 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Ryan Giggs, Sol Campbell, Gary Speed heitinn, Emile Heskey, Frank Lampard og David James höfðu áður náð þeim áfanga.

Neville lék á sínum tíma 59 A-landsleiki fyrir England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×