Enski boltinn

Ferguson: Van Persie breytti leiknum fyrir okkur

Man. Utd var ekki sannfærandi í dag en landaði samt sigri gegn WBA. Robin van Persie breytti enn á ný miklu fyrir Man. Utd.

"Van Persie breytti leiknum fyrir okkur. Þegar hann og Scholes komu inn á þá kom meiri ró yfir okkar leik. Á þeim tíma var WBA með yfirburði og dældi boltanum inn í teiginn okkar," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

"Við þurftum að hafa mikið fyrir því að verjast þeim. WBA stóð sig mjög vel. Við erum í fínni stöðu eftir þennan leik og hálfnaðir í átt að okkar markmiði.

"Það er stutt í næsta leik og þá munum við kalla á ferska fætur á ný. Við erum spenntir fyrir ferðalaginu til Wigan og ætlum okkur sigur þar eins og alltaf."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×