Enski boltinn

Mancini: Sýndum að við ætlum okkur titilinn

Dzeko fagnar í dag.
Dzeko fagnar í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, var að vonum afar kátur með þrjú erfið stig gegn Norwich í dag þar sem City missti mann af velli með rautt spjald.

"Mér fannst við spila stórkostlega fyrstu 25 mínútur leiksins. Þá hefðum við átt að skora þrjú til fjögur mörk," sagði Mancini en hann var ósáttur við rauða spjaldið sem Samir Nasri fékk.

"Ég veit ekki af hverju hann var rekinn af velli. Ég veit ekki hvað línuvörðurinn hélt að hann hefði séð. Ég er búinn að skoða myndband af þessu og þeir setja báðir hausinn í hvor annan.

"Þetta var vissulega erfitt með tíu menn á vellinum. Strákarnir spiluðu vel. Við sýndum í dag að við ætlum okkur titilinn."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×