Enski boltinn

Suarez með tvö mörk í sigri Liverpool

Liverpool vann öruggan 0-3 sigur gegn QPR í lokaleik 20. umferða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool gekk frá leiknum á fyrsta hálftímanum því Louis Suarez var búinn að skora tvívegis eftir um 15 mínútur og Daniel Agger bætti við þriðja markinu á 28. mínútu.

Leikmenn Liverpool voru miklu betri í leiknum og hefði sigurinn getað orðið enn stærri. QPR leit alls ekki vel út í þessum leik og er ansi vænn fallbragur á liðinu.

Með sigrinum er Liverpool komið í 9. sæti ensku úrvalsdeilarinnar með 28 stig úr 20 leikjum. Liðsmenn Harry Redknapp í QPR eru hins vegar á botninum með 10 stig og eru átta stigum frá því að komast úr fallsæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×