Enski boltinn

Walcott lærir af Henry

Þó svo það hafi ekki gengið enn sem komið er hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að fá Theo Walcott til þess að skrifa undir nýjan samning þá verður hann ekki sakaður um að reyna ekki allt sem hann getur.

Walcott er loksins farinn að spila sem framherji eins og hann hefur alltaf viljað. Nú segir Wenger að Walcott eigi framtíð fyrir sér þar. Hann gæti farið úr vængstöðu í framherjastöðu rétt eins og Thierry Henry gerði á sínum tíma.

Henry er einmitt að æfa með Arsenal um þessar mundir og Walcott nýtur góðs af því.

"Thierry er duglegur að gefa honum góð ráð. Það skiptir miklu máli og Theo er skýr strákur. Hann er fljótur að skilja og tileinka sér nýja hluti. Ég hef verið hrifinn af Theo sem framherja," sagði Wenger.

"Þetta er áhugaverð áskorun fyrir hann og ég held hann ráði við hana. Hann er orðinn 23 ára gamall eða á sama aldri og ég gerði Henry að framherja. Menn þurfa að læra mikið áður en þeir verða framherjar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×