Enski boltinn

West Ham vill halda Allardyce

vísir/getty
Það er mikil ánægja með störf Sam Allardyce hjá West Ham og stjórnarformaður félagsins, David Gold, hefur gefið í skyn að Allardyce muni fá nýjan samning hjá félaginu.

Allardyce á aðeins sex mánuði eftir af núverandi samningi við félagið og viðræður um nýjan samning eru ekki hafnar.

"Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Sam verði með okkur næsta sumar. Honum líkar við okkur og okkur líkar við hann. Það er grunnur að góðu samstarfi," skrifaði Gold á Twitter.

West Ham er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×