Enski boltinn

Roberto Mancini gagnrýndi Samir Nasri harkalega

Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær.
Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Robin van Persie skoraði sigurmark Man Utd með skoti úr aukaspyrnu en Nasri „faldi" sig á bak við liðsfélaga sína í varnarveggnum og í stað þess að reyna verjast.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri var allt annað en ánægður með Nasri og gagnrýndi hann leikmanninn í leikslok.

„Við vorum bara með 2 ½ leikmann í varnarveggnum," sagði Mancini við fréttamenn á blaðamannafundinum eftir leik. „Þegar þú ert í varnarvegg þá horfir maður á boltann og reynir að verjast," bætti Mancini við.

Nasri slæmdi hann fætinum í boltann sem varð til þess að Joe Hart markmaður Man City náði ekki að bregðast rétt við.

„Við getum ekki leyft okkur að fá slík mörk á okkur. Við verðum að halda athyglinni og við verðum að vera sterkari á svona stundum," sagði Mancini.

Í myndbrotinu hér fyrir ofan má sjá öll mörkin og atvikin úr leik Man City og Man Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×