Enski boltinn

Sjálfsmark skaut Swansea í undanúrslitin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Middlesbrough gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með mark Swansea.
Liðsmenn Middlesbrough gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með mark Swansea. Nordicphotos/Getty
Swansea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu með 1-0 heimasigri á Middlesbrough.

Middlesbrough, sem leikur í b-deild ensku knattspyrnunnar, stóð vel í úrvalsdeildarliðinu en sjálfsmark á 81. mínútu varð liðinu að falli. Miðvörðurinn Seb Hines varð þá fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net eftir hornspyrnu.

Swansea er því komið í undanúrslit ásamt D-deildarliði Bradford, sem sló Arsenal út úr keppninni í gær, og Aston Villa sem lagði Norwich að velli. Leeds tekur á móti Chelsea í lokaleik átta liða úrslitanna að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×