Enski boltinn

Liverpool mætir Dádýrunum úr G-deildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Mansfield hlupu inn á völlinn þegar sigurinn var í höfn.
Stuðningsmenn Mansfield hlupu inn á völlinn þegar sigurinn var í höfn. Nordicphotos/Getty
Mansfield Town verður mótherji Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir 2-1 sigur Mansfield á Lincoln City í 2. umferð keppninnar í kvöld.

Mansfield leikur í g-deild ensku deildakeppninnar en andstæðingur þeirra í kvöld, Lincoln, leikur í e-deildinni. Mansfield hefur þegar slegið út þrjá andstæðinga í bikarnum en félögin í efstu tveimur deildum Englands koma fyrst inn í keppnina í 3. umferð.

Leikur Mansfield og Liverpool fer fram þann 6. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×