Enski boltinn

BBC sýnir beint frá kvennalandsliði Englands á EM

Knattspyrna kvenna er á uppleið í Englandi og nú hefur BBC ákveðið að sýna alla leiki kvennaliðs Englands á EM næsta sumar.

"Viðbrögðin sem við fengum frá kvennafótbolta á Ólympíuleikunum benda til þess að það sé mikill áhugi á efninu. Við erum því ánægðir að geta veitt þessa þjónustu," sagði Barbara Slater hjá BBC.

Stöðin mun sýna alla ensku leikina sem og undanúrslitin og úrslitaleikinn.

England komst í úrslit keppninnar fyrir fjórum árum síðan en tapaði 6-2 fyrir Þjóðverjum í úrslitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×