Fótbolti

Arnar Þór og Eiður Smári í tapliði gegn Anderlecht

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári var í byrjunarliði Cercle Brugge sem fyrr.
Eiður Smári var í byrjunarliði Cercle Brugge sem fyrr. Nordicphotos/Getty
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru í byrjunarliði Cercle Brugge sem tapaði 2-1 á útivelli gegn toppliði Anderlecht.

Gestirnir frá Brugge komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Norðmannsins Bakenga.

Heimamenn jöfnuðu metin með marki Argentínumannsins Lucas Biglia úr vítaspyrnu á 71. mínútu og Vargas tryggði Anderlecht sigurinn mínútu fyrir leikslok.

Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn í vörn gestanna. Eiður Smári var tekinn af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Anderlecht er með sjö stiga forskot í efsta sæti deildarinnar. Liðsmenn Cercle eru enn í botnsætinu.

Þá lagði Stefán Gíslason upp mark Leuven í 1-1 jafntefli gegn Gent. Leuven hefur 26 stig í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×