Fótbolti

Beckham kvaddi MLS-deildina með meistaratitli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Beckham og félagar í Los Angeles Galaxy unnu í nótt 3-1 sigur á Houston Dynamo í úrslitaleik MLS-deildarinnar vestanhafs.

Liðsmenn Houston komust yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með marki í hálfleik. Þrjú mörk gestanna í síðari hálfleiknum tryggðu Galaxy-liðinu tveggja marka sigur.

Landon Donovan og Robbie Keane skoruðu sitt markið hvor úr vítaspyrnum. Beckham var skipt af velli á fimmtu mínútu í viðbótartíma við mikinn fögnuð heimamanna í Kaliforníu.

Þetta er í annað skiptið sem Galaxy vinnur deildina með Beckham innanborðs. Liðið vann einnig sigur í fyrra en þá mætti liðið einnig Houston Dynamo í úrslitaleik. Árið 2009 tapaði liðið í úrslitum gegn Real Salt Lake eftir vítaspyrnukeppni.

Óvíst er um hvað David Beckham tekur sér fyrir hendur. Hann hefur gefið í skyn að hann vilji spila í Meistaradeild Evrópu á nýjan leik. Ólíklegt er þó talið að hann snúi aftur í ensku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×