Fótbolti

Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir NEC

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðlaugur Victor lék allan leikinn í dag og nældi sér í gult spjald.
Guðlaugur Victor lék allan leikinn í dag og nældi sér í gult spjald. Nordic Photos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir NEC sem gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Guðlaugur Victor fékk að líta gula spjaldið rétt fyrir hálfleik en fyrsta mark leiksins kom á 59. mínútu þegar Anthony Lurling kom gestunum í NAC Breda yfir.

NEC jafnaði ekki fyrr en á 82. mínútu þegar Melvin Platje tryggði heimamönnum stig.

NEC er nú með 23 stig í sjötta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en NAC Breda er komið í 12 stig í 15. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×