Fótbolti

Ragnar skoraði í sigri FCK

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragnar var á skotskónum í dag
Ragnar var á skotskónum í dag Mynd/Guðmundur Svansson
Ragnar Sigurðsson skoraði annað mark FC Kaupmannahafnar sem sigraði Randers 2-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Andreas Cornelius skoraði strax á 11. mínútu og Ragnar kom FCK í 2-0 á 25. mínútu.

Ragnar lék allan leikinn fyrir FCK en Sölvi Geir Ottesen og Rúrik Gíslason voru ekki í leikmannahópi FCK í dag.

Theodór Elmar Bjarnason lék síðustu 24 mínútur leiksins fyrir Randers.

Kaupmannahöfn er lang efst í deildinni, með 44 stig í 19 leikjum, 12 stigum á undan Nordsjælland sem á þó leik til góða í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×