Fótbolti

Chivas búið að reka Cruyff

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff hefur verið í ráðgjafarhlutverki hjá mexíkóska liðinu Chivas síðan í febrúar en félagið hefur nú losað sig við Hollendinginn.

Þó svo félagið sé búið að semja upp samningi við Cruyff og tilkynna það kom Cruyff sjálfur af fjöllum.

"Ég hef ekki hugmynd um þetta. Þið eruð að segja mér tíðindi. Ég þarf að komast að því hvað sé í gangi," sagði Cruyff við blaðamenn.

Cruyff er að stórum hluta þakkað fyrir þá hugmyndafræði sem Barcelona vinnur eftir og Chivas vildi nýta sér þekkingu Cruyff. Sá áhugi er ekki lengur til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×