Knattspyrnuheimurinn hefur nötrað í kvöld eftir að Lionel Messi var borinn af velli í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni í kvöld.
Hann fékk litla snertingu í hnéð en lá eftir og gat ekki spilað meira. Óttuðust þá margir að það væri eitthvað slitið í hnénu.
Nýjustu tíðindi frá Spáni eru þau að Messi sé að labba eðlilega inn í klefa Barcelona og hafi síðan labbað einn og óstuddur af vellinum.
Það virðist því ekki vera neitt að óttast þó svo Messi fari í frekari rannsóknir á vinstra hnénu sem er aðeins bólgið.
Messi er búinn að skora 84 mörk á árinu og er aðeins einu marki frá meti Gerd Müller. Barcelona á eftir að spila fjóra leiki á árinu.
Messi virðist vera í lagi | Labbaði eðlilega inn í klefa

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn